Friday, December 25, 2015

Hátíð ljóss og friðar



Kæru bræður og systur,
Sendi ykkur hér á facebooksíðu Heilunarmiðstöðvarinnar óskir um gleðilegra jólahátíð og farsæld á nýju ári. Megi ljós Guðs ávallt lýsa ykkur og gefa ykkur trú, von og kærleika.
P.S.enn er framtíð Heilunarmiðstöðvarinnar óljós - semsagt ekki komin í ljós enn - en ég, María, er sjálf ávallt í fyrirbænum heima við. Við getum hvert um sig beðið fyrir öðrum hvar sem er og hvenær sem er. Stofnaði síðu á facebook sem heitir Beðið fyrir friði en þar getum við einnig sameinað bænir okkar, en mikið væri það dásamlegt að þeir sem núþegar eru ekki með í þeim hóp bættust í fyrirbænahópinn. Kærleikskveðja og þakkir til ykkar allra.


* * *

Wednesday, December 24, 2014

Gleðilega hátíð

 
http://www.allir.is/assets/faeding_jesus.png 


Kæru heilunarmiðstöðvarvinir- og heilarar,
 
Einlægar óskir um gleðilega hátíð.
 
Megi Guð lýsa ykkur og vera með ykkur alla daga.
 
* * *
 
Húsnæðismál eru enn óráðin.
 

Sunday, June 8, 2014

Elsku heilunarmiðstöðvarvinir,

 Eigið yndislegann hvítasunnudag
og bjarta hvítasunnuhelgi
 
 
 
Kærleikskveðjur til ykkar allra

Friday, November 8, 2013

Heilunarmiðstöðin



 
Megi GÆFA OG GLEÐI GUÐS fylgja þér í sumar


 
Gleðilegt sumar,
Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar

 
 
 
 

Heilunarmiðstöðin er komin í sumarfrí. Verið er að skoða nýja möguleika með staðsetningu Heilunarmiðstöðvarinnar og verður það auglýst síðar.  Hjartansþakkir eru færðar þeim sem gáfu Heilunarmiðstöðinni skjólhús frá opnun í desember 2012 og fram til þessa dags. 

Heilunarmiðstöðin verður opin einu sinni í mánuði í vetur, veturinn 2013-2014.  Í boði eru gjaldfrjálsir heilunartímar annann fimmtudag í hverjum mánuðfrá klukkan 16:30 – 19:30.  Hver tími er frá 20 mínútum upp í klukkustund. 

Árið 2014: Annann fimmtudag í hverjum mánuði, janúar-maí 16:30 - 19:30. 

Höfum til umráða 3 svokallaða nuddbekki, púða og mjúk teppi. Skjólstæðingar Heilunarmiðstöðvarinnar leggjast fullklæddir á bekkinn og njóta heilunar frá hendi heilara/heilurum Heilunarmiðstöðvarinnar.

Heilunarmiðstöðin,  Stórhöfða 15, 112 Reykjavík 2. hæð. Gengið inn að vestanverðu (sem snýr að miðbæð Reykjavíkur).  Biðstofða er í miðrými 2.hæðar. Engar bókanir – bara mæta til okkar. 
Allir hjartanlega velkomnir. 
Facebook síða Heilunarmiðstöðvarinnar er https://www.facebook.com/heilunarmidstodin
Sendið okkur vinabeiðni á Facebook - við tökum vel á móti öllum nýjum vinum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar.

* * *


Friday, October 12, 2012



Kæru öll,

Heilunarmiðstöðin byrjaði í sumarfríi 15. maí. 
Opnað verður aftur í september og verður það nánar auglýst með haustinu.

Facebooksíða Heilunarmiðstöðvarinnar er www.facebook.com/heilunarmidstodin - verið velkomin að gerast vinir okkar, allir velkomnir í vinahópinn.

Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar óska ykkur yndislegs sumars, megi sólarljósið og gleðin umvefja ykkur. Gangið á Guðsvegum.  Hlökkum til að sjá ykkur í haust!







Kæru Heilarar og velunnarar Heilunarmiðstöðvarinnar,

Nú er komið að vorfundi Heilunarmiðstöðvarinnar:

Fundardagur: Miðvikudaginn 15. maí 2013

Fundartími: Tuttu mínútur yfir sex (18:20) - rúmlega sjö (19:..)

Fundarstaður: Heilunarmiðstöðin, Stórhöfða 15, 112 Reykjavík (við Gullinbrú)

Tilefni: Hittast, spjalla, ræða um og koma með hugmyndir um virkni Heilunarmiðstöðvarinnar

Velkomið og velþegið ef einhverjir geta komið með einfaldar veitingar/snasl.

Engin skráning, bara mæta þeir sem tíma og áhuga hafa.

Nýjir heilarar og velunnarar hjartanlega velkomnir.

Kærleikskveðjur
* * *



Kæru öll,






Heilunarmiðstöðin er lokuð á uppstigningardag, fimmtudaginn 9.maí.
Verið hjartanlega velkomin síðar.

Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar
* * *

Kæru öll,

Opnunartími Heilunarmiðstöðvarinnar hefur færst yfir á fimmtudaga klukkan 17-19. Verið hjartanlega velkomin.

Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar

* * * 


Hjartanlega velkomin á síðu

Heilunarmiðstöðvarinnar.



Hvað er heilun?  

Heilun er ljósorka, ljós almættisins, sem heilari lætur flæða til þess sem þiggur heilun. Þeir sem þiggja heilun hjá Heilunarmiðstöðinni leggjast á bekk, nuddbekk, í sínum eigin fötum, bara eins og þeir mæta á staðinn. Einfalt og þægilegt. Heilarar sem næmir eru á hvar bæta má við heilunarorku viðkomandi vinna síðan við að senda auka orku til viðkomandi þannig að frumur líkamans og orkuflæði hafi sem mest af  "raforku/ljósorku" til að vinna úr og þar með heilast!  Heilun þýðir að gera heilt.  Allir hafa gagn og gott af því að fara í heilun öðru hvoru.  



Opið fimmtudaga frá klukkan 17.00 - 19.00. Gjaldfrítt.  Engin skráning - bara mæta. Allir velkomnir. 

Staður: Stórhöfði 15, 110 Reykjavík (við Gullinbrú, vinstra megin áður en keyrt er yfir brúnna yfir í Grafarvog). Gengið inn á vesturhlið hússins (myndin er af framhlið/austurhlið hússins) Merkingin "Heilunarmiðstöðin" er sett upp á glugga við hurð á heilunartímum. 

Verið velkomin að gerast vinir Heilunarmiðstöðvarinnar á Facebook: www.facebook.com/heilunarmidstodin 


FRÉTTIR þriðjudaginn 8.janúar 2013: 

Heilunarmiðstöðin opnar á nýju ári miðvikudaginn 9.janúar.  Opið er alla miðvikudaga frá klukkan 17.00 - 19.00.  Ef breytingar verða á opnunartíma þá verða þær tilkynntar hér á síðunni.  Allir velkomnir. Gjaldfrítt er í heilun en frjáls framlög má setja í bauk á biðstofu. Pöntun tíma er óþörf. Biðstofa er á 2.hæð húsnæðis Heilunarmiðstöðvarinnar að Stórhöfða 15, 112 Reykjavík.  Gengið er inn á vesturhlið húsnæðisins. Merking er í glugga. 

Verið velkomin að gerast vinir Heilunarmiðstöðvarinnar á Facebook: www.facebook.com/heilunarmidstodin. 

Allar ábendingar um Heilunarmiðstöðina eru vel þegnar svo að sem flestir geti notið framboðinnar heilunnar frá einhverjum af sautján heilurum Heilunarmiðstöðvarinnar, sem núþegar hafa boðið sig fram í heilunarstörfin, og sem skiptast á að vera á staðnum. 

Verið hjartanlega velkomin
Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar

FRÉTTIR Fimmtudaginn 13.desember: Vonum innilega að þeir sem komu í heilun opnunardaga Heilunarmiðstöðvarinnar í desember hafi notið mikið vel.  Næstu framboðnu heilanir verða í janúar en sett verður upp dagskrá yfir reglulega heilunardaga og heilunartíma í hverjum mánuði á árinu 2013. Verið hjartanlega velkomin á nýju ári.  

Dagskráin verður kynnt hér á heimasíðu Heilunarmiðstöðvarinnar, á Facebook síðu Heilunarmiðstöðvarinnar og  með upphengdum auglýsingum hér og þar. Verið velkomin að gerast vinir Heilunarmiðstöðvarinnar á Facebook.  

Megi allir njóta gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

                Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar 

FRÉTTIR Fimmtudaginn 8.nóvember: Húsnæði framboðið !  Hjartansþakkir !  Heilunarmiðstöðin er komin með sitt fyrsta útibú. 

Staður:


Stórhöfði 15, 2.hæð. Biðstofa á miðjusvæði 2.hæðar - heilun fer fram í rými lengst til hægri á 2.hæð. 

Tímar: 


Fimmtudagur 6.desember klukkan 16.00 - 19.00
Laugardagur  8.desember klukkan 11.00 - 14.00
Þriðjudagur  11.desember klukkan 16.00 - 19.00

Allir velkomnir að mæta í heiluna á ofangreinum tímum. Ekki er þörf á skráningu - bara mæta og setjast á biðstofuna sem er á miðjusvæði 2.hæðar. Heilun er gjaldfrjáls. Frjáls framlög er hægt að setja í bauk á staðnum.


Vinsamlega farið úr skóm við dyr heilunarrýmis áður en farið er inn í heilunarrýmið. 

* * *



Biðjum um vægð gegn jarðskjálftum á Íslandi

Kæru heilarar og allir lesendur þessarar síðu.  

Sameinumst í góðverki vegna yfirvofandi jarðskjálfta á landinu okkar góða. Sameinumst, hver í sínu lagi, í bæn klukkan 20:00 á hverju kvöldi þar til "áhættuástandi" lýkur. Setjumst niður hvar sem við erum stödd og biðjumst fyrir í 1-10 mínútur.

Þar sem hópar eru samankomnir, á hvaða stað eða tíma sem er, þá væri stórkostlegt að taka stutta stund, loka augunum og biðja sameiginlega eða hver fyrir sig í huganum.

Dæmi um bænir geta verið:

1. "Góða móðir jörð, ég þakka þér fyrir gjafir þínar; vistarveru okkar jarðarbúa, heimila okkar sem gerð eru úr afurðum jarðarinnar, fatnaðar okkar sem gerður er úr afurðum þínum og/eða úr því sem lifandi er og nærist á næringu frá þér og næringarafurðum okkar allra sem unnin eru úr næringarríki þínu. Við biðjum þig að þyrma okkur þannig að sem minnskur jarðskjálftaskaði verði á landinu okkar fallega, Íslandi. Amen."

2. "Góða almætti, fyrirgef okkar allar syndir okkar og lát ekki skjálfta hræða okkur og börnin okkar. Þyrm okkur og eignum okkar." Amen.

3. "Góði Guð, leið okkur heil, og hélst frá, náttúruhamförum á Íslandi. Amen."


Amen þýðir "megi svo verða" sem þýðir að við förum þess á leit við Guð að við séum bænheyrð."


Sendum jörðinni okkar heilun!


Með ósk um að við göngum öll á Guðs vegum, að ljós hans umvefji okkur öll, og allt sem lifandi er, á landinu okkar góða.

FRÉTTIR Miðvikudaginn 31.október: Ýmis skipulagsmál í góðum farvegi - enn stendur yfir leit að húsnæði, allar ábendingar og framboðið húsnæði vel þegið.

FRÉTTIR fimmtudaginn 25.október: Fundur fyrir heilara sem núþegar hafa boðið fram heilunarstörf og alla sem áhuga hafa á því að fá upplýsingar.  Byrjað verður á að fara í gegnum hugmyndafræði Heilunarmiðstöðvarinnar, síðan verða lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi/starfsháttum og því næst verður farið í umfjöllum um þær tillögur, opnað fyrir nýjar tillögur og umræður. Allar ábendingar og tillögur vel þegnar í þetta góða samvinnuverkefni! Engar kvaðir fylgja mætingu - allir velkomnir til að kynna sér málin og taka þátt ef áhugi er fyrir hendi.   

Staður: Sveinsbakaríi, Skipholti 50b, Reykjavík.

Dagur: Laugardagur 27.nóvember.
Klukkan: 11:00 - 12:00 
Ef þröngt verður á fundargestum í bakaríinu góða þá bauðst fundaraðstaða í skipholtinu, sömu götu, og við færum okkur þangað, 1 mínútna labb, klukkan rúmlega 11 ef þörf krefur.



FRÉTTIR miðvikudaginn 24.október: Og enn bætast heilarar í hópinn. Hjartansþakkir til ykkar allra yndislegu manneskjur.  Enn stendur húsnæðisleitin yfir - allar aðgerðir og ábendingar mjög vel þegnar.

FRÉTTIR mánudaginn 22.október: Enn bætist í hóp heilara og fram hafa komið tillögur að húsnæðum sem verið er að athuga með. Endilega höldum áfram að leita allra leiða í þeim málum þangað til húsnæði er fundið. Allar hugmyndir og aðgerðir vel þegnar. Hugmyndafræði Heilunarmiðstöðvarinnar er að þenjast út og er komin í það að vera á fleiri en einum stað á Höfuðborgarsvæðinu og að tengdar stöðvar verði um allt land. Öllum áhugasömum, heilurum og velunnurum, er mikið meira en velkomið að hafa samband, fá upplýsingar og jafnvel slást í góðgerðarhópinn.  

FRÉTTIR sunnudaginn 21.október: Lítið á vefinn www.sjaogheyra.blogspot.com - látum vita, á heimasíðum, bloggsíðum, facebook síðum, af sameiginlegu verkefni okkar allra, af heilunarmiðstöðinni. Okkur er "boðið" að opna ekki bara eina heilunarmiðstöð á Íslandi heldur fleiri samtengdar heilunarstöðvar á Íslandi - dreifum boðskapnum og köllum til alla um allt land sem tilbúnir eru að leggja hönd á plóginn með húsnæði, grunnaðbúnað og framboðinni heilun. Við getum síðan aðstoðað hvort annað varðandi heilunina, ef við erum stödd á stað þar sem heilunarmiðstöð er þá getum við komið þar við og lagt fram okkar framlag í 1 klukkustund, hálfann dag, heilann dag eða meira!  Vinnum að því að "allir" vinni að heilun Íslands...og heimsins! 

FRÉTTIR laugardaginn 20.október:
Nokkrir hafa núþegar haft samband og boðið sig fram í heilunarstörfin. Eiga þeir sannarlega hrós skilið og þakkir fyrir framboðin góðverk. Góðar hugmyndir hafa borist að húsnæðismálum; athuga með laust húsnæði í eign einshvers bankanna eða athuga með að fá inni hjá kirkjunni. Allar ábendingar áfram svo mikið vel þegnar, þangað til húsnæði verður framboðið eða fundið!  

Erum að leita að húsnæði fyrir Heilunarmiðstöðina. Allar ábendingar vel þegnar og framboðnar en óskað er eftir gjaldfrjálsu húsnæði til afnota í einhvern tíma, meðan unnið er að heilun þeirra sem sækja Heilunarmiðstöðina en hugsunin er að bjóða upp á fría heilun til þeirra sem á þurfa að halda. Einungis yrði um að ræða nýtingu á gólfplássi húsnæðisins og snyrtingum og því lágmarks álag á húsnæðið. Æskilegt er að húsnæðið sé vel aðgengilegt, snyrtilegt, með snyrtingum, ágætlega rúmgott - jafnvel með nokkrum rýmum þar sem hægt væri að taka á móti einstaklingum. Hver og einn heilari mundi koma með sýna dýnu, kodda og teppi en æskilegt væri, eftir því sem mögulegt er, að hver og einn sem kæmi í heilun kæmi með dýnu sbr. jógadýnu, tjalddýnu, púða og teppið úr stofusófanum!  Þannig væri hægt að gæta hreinlætis með sem minnsti fyrirhöfn. Einnig er óskað eftir vinnuframlagi Heilara í Heilunarmiðstöðinni sem leggðu til vinnu sína á einhverjum ákveðnum tímum eða jafnvel valfrjálst, en hver og einn heilari gæti tekið á móti frjálsu framlagi fyrir sitt vinnuframlag og afhent nafnspjald sitt til að kynna sig. Óskum einnig eftir ýmsum velunnurum, sem vilja láta gott af sér leiða tengt verkefninu.

Áhugasamir heilarar sem vilja láta gott af sér leiða eftir þessari leið og húsnæðiseigendur sem eiga laust húsnæði og vilja vinna góðverk eru velkomnir að hafa samband í gegnum netfangið: heilunarmidstodin@gmail.com eða hafa samband í síma 858-5900.

Hlökkum til þess að heyra frá ykkur! 

Með fyrirfram hjartans þökkum og innilegri ósk um farsælt samstarf,
Heilarar Heilunarmiðstöðvarinnar

Hér fyrir neðan er kominn texti svona til að gefa hugmynd um mögulega starfssemi heilara í Heilunarmiðstöðinni en hægt verður að byrja um leið og húsnæði býðst undir starfsemina.

 * * *

Allir eru velkomnir í Heilunarmiðstöðina til að njóta heilunarmáttar ljóss og kærleika Guðs.
Engra fastra greiðsla er krafist fyrir heilun eða þátttöku í heilunarhugleiðslu en tekið er á móti frjálsum framlögum.



  • (Eftirfarandi voru tillögur á undirbúningstíma opnunar Heilunarmiðstöðvarinnar - - efst á síðunni eru núverandi opnanir kynntar )  Heilanir eru í boði á eftirfarandi tímum:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 10.00 og til klukkan 15.00 

Allir velkomnir. Engin skráning. Gjaldfrjálst. Frjáls framlög.

Ekki þarf að panta tíma heldur bara mæta. Óskastaðan væri að með tímanum væri hægt að fjölga tímum og möguleikum á framboðnum heilunartímum.


Það tekur nokkrar mínútur að koma heilunarferli af stað en hægt er að liggja í rólegheitum á dýnum með teppi og kodda á meðan heilunarferlið á sér stað.  Það getur tekið 15 - 60 mínútur að fara í gegnum heilun en hægt er að segja til um hversu mikinn tíma viðkomandi hefur og miðast þá heilunarferlistíminn við þann tíma. Stundum dugar að koma í eitt skipti en í öðrum tilvikum er betra að mæta aftur eða oftar.

  • Eftirfarandi voru tillögur á undirbúningstíma opnunar Heilunarmiðstöðvarinnar - Möguleiki á því að setja slíkar hópheilunarhugleiðslur upp síðar! ) Hópheilunarhugleiðslur eru í boði á eftirfarandi tímum:
Miðvikudagar.  Byrjar klukkan 12.00 - Endar klukkan 13.00
Allir velkomnir. Engin skráning. Gjaldfrjálst. Frjáls framlög.
Skráning óþörf - bara mæta. 

* * *





























  • María Jónasdóttir, netfang: maria.jonas@simnet.is, sími 85 85 900, síða: http://www.allir.is  

    Verið velkomin að senda upplýsingar, fyrirspurnir og framboðin góðverk á netfang Heilunarmiðstöðvarinnar er heilunarmidstodin@gmail.com eða hringja í síma (+354) 85 85 900.